EnglishJöklarannsóknir: BGS athugunarstöð við Virkisjökull, Íslandi

Athugunarstöð BGS við Virkisjökul á suðausturlandi, þar sem fylgst er með þróun jökulsins og nærliggjandi landsvæða og viðbrögðum þeirra við breytingum á loftslagi.

Mælitæki okkar á svæðinu eru stöðugt að safna gögnum um veðurfar og jarðvirkni. Breytingar jökulsins og landsins eru skráðar með sjálfvirkum mælingum í hárri upplausn.

Við notumst einungis við mælitæki af nýjustu gerð, sem hvergi í heiminum hafa verið sett upp með þessum hætti. Þetta gefur okkur einstaka innsýn í:

  • myndun landslags
  • áhrif veðurfarsbreytinga á jökla

Virkisjökull: hörfandi jökull

Satellite image of the Oraefajökull ice cap, from which Virkisjökull drains towards the west.

Virkisjökull, líkt og margir aðrir Íslenskir jöklar, fer stöðugt minnkandi. Síðan 1996 hefur hann hörfað um næstum 500m og útlit er fyrir að hörfuninni hafi hraðað á síðustu 5 árum.

Hvers vegna er þetta mikilvægt?

Jöklar og íshellur hafa hnattræn stillandi áhrif á loftslag jarðar:

  • þeir endurvarpa sólargeislum einkar vel, og kæla þannig jörðina
  • þeir eru mikilvæg uppspretta vatns í mörgum löndum á borð við Ísland, ekki einungis fyrir heimilisnotkun heldur einnig til orkuframleiðslu
  • bráðnun jökla getur valdið flóðum, sem hafa mikil áhrif á vegi og brýr

Vísindaleg-vöktun

Hvaða aðferðir notar BGS?Mælabúnaður og Mælastöðvar

Við túlkum heildrænt gögn frá sjálfvirkum mælitækjum, auk vettvangsrannsókna á landslagsbreytingum, vatnafræði jökulsins, og þróun grunnyfirborðs.

Tengiliðir

Hafið samband við Jez Everest fyrir frekari upplýsingar